Mynd: Mills Baker

Vísindamenn, ásamt okkur hinum, hafa lengi talið að allir hákarlar væru kjötætur. Nú hefur komið í ljós að í það minnsta ein tegund hákarla er í raun alæta.

Tegundin sem um ræðir nefnist Shyrna tiburo og er skyld sleggjuháfum. Hákarlar af tegundinni eru nokkuð smávaxnir og vega fullvaxnir einstaklingar tæp sex kílógrömm. Heimkynni þeirra eru í höfum í kringum Bandaríkin þar sem þeir eru afar algengir.

Vísindamenn hafa vitað í rúman áratug að tegundin étur sjávargras og hefur það fundist í háu hlutfalli í maga þeirra. Þangað til nýlega var þó talið að hákarlarnir ætu plöntuna hreinlega óvart við fæðuleit og að þeir gætu í raun ekki nýtt hana sem næringu.

Samantha Leigh, vist- og þróunarfræðingur við University of California, Irvine vildi kanna vort og þá hversu mikið sjávargras hákarlar af tegundinni gætu melt.

Rannsóknarhópur með Leigh í fararbroddi safnaði sjávargrasi og kom því fyrir í búri á rannsóknarstöð sinni. Út í vatnið var sett ákveðin kolefnissamsæta sem plönturnar taka upp og er auðþekkjanlega við greiningu.

Næst prófaði rannsóknarhópurinn að gefa fimm hákörlum fæðu sem samanstóð af 90% sjávargrasi og 10% smokkfiski.

Í myndbandu hér að neðan má sjá einn hákarl í rannsókninni éta seagrass og það greinilega ekki óvart:

Eftir þrjár vikur á þessu fæði kom í ljós að allir hákarlarnir höfðu þyngst sem benti til þess að þeir væru í raun að fá næringu úr sjávargrasinu. Til að komast að því hvort og hversu mikið af plöntunni dýrin náðu að melta voru framkvæmdar blóðprufur sem prófuðu fyrir fyrrnefndri kolefnissamsætu. Í ljós kom að há gildi af sansætunni var að finna í blóði hákarlanna og í lifrarvef þeirra. Þetta staðfesti enn frekar að hákarlarnir væru í raun að melta plöntuna.

Að auki komust vísindamennirnir að því að ákveðnar gerðir meltingaensíma sem brjóta niður trefjar og kolvetni voru til staðar í miklum mæli í hákörlunum. Slík ensím eru yfirleitt í litlum styrk í hreinum kjötætum.

Niðurstaða rannsóknarinnar var því nokkuð skýr: hákarlar af þessari tegund geta melt sjávargras og nýtt það sem næringu, rannsóknarhópnum til mikillar furðu.

Þessar niðurstöður kollvarpa því sem áður var talið um fæðuval hákarla. Þær eru einnig mikilvægar að því leyti að sjávargras hefur átt undir högg að sækja í nokkurn tíma. Þessar upplýsingar geta því nýst í að finna betri leðir til að vernda gróðurinn sem er mikilvægur hluti vistkerfa víðsvegar í hafinu.

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í tímaritinu Proceedings of the Royal Society B.