980x (1)

Nýlega sagði Hvatinn frá sólbirni (Helarctos malayanus) á eyjunni Borneo sem var það illa á sig kominn að einhverjir töldu að um geimveru væri að ræða. Nú hefur björninn, sem er kvenkyns, verið fundinn og er kominn til aðhlynningar hjá Sarawak Forestry Corporation (SFC).

Nickson Robi, talsmaður SFC, ræddi við fréttasíðuna The Dodo nýlega og sagði birnuna enn vera hárlausa og veika, hún nærist þó eðlilega. Ekki er vitað hvað það er sem hrjáir sólbjörninn en starfsfólk SFC vinnur hörðum höndum að því að komast að því og koma honum til heilsu svo hægt sé að sleppa honum í náttúruna á ný.