Við fyrstu sýn gæti lífveran í meðfylgjandi myndbandi, sem tekið var upp á eyjunni Borneo, virst vera geimvera. Því miður er sannleikurinn töluvert sorglegri en það.
Dýrið er sólbjörn (Helarctos malayanus), sem undir eðlilegu kringumstæðum lítur svona út:
Verkamenn í Borneo fundu björninn og börðu þar til hann vankaðist, samkvæmt Borneo Post. Í myndbandinu má sjá sólbjörninn flýja eftir að hann vaknaði eftir árásina.
Ekki er vitað hvers vegna sólbjörninn er í því ástandi sem hann er í myndbandinu en mikil hætta stafar af dýrum á eyjunni vegna ágangs manna. Eftirspurn eftir pálmaolíu hefur orðið til þess vinnsla á henni hefur aukist mikið en aukinni vinnslu fylgir gríðarleg skógareyðing. Skógareyðingin hefur alvarlegar afleiðingar fyrir villt dýr á svæðinu og eru sólbirnir gott dæmi um það enda hefur búsvæði þeirra minnkað um helming frá því sem áður var.
Umfjöllun IFL Science um málið má lesa hér.