Mynd: Telegraph
Mynd: Telegraph

Geirfuglinn kannast flestir Íslendingar við enda var síðasti fugl tegundarinnar drepinn hér á landi fyrir um 200 árum, nánar tiltekið í Eldey þann 3. júní árið 1844. Nú stefnir bandaríska stofnunin
Revive & Restore að því að endurvekja tegundina og er því möguleiki á því að tegundin fái að snúa aftur til Íslands.

Til stendur að raðgreina erfðamengi tegundarinnar úr líffærum sem varðveitt hafa verið og bera það saman við erfðamengi nánasta núlifandi ættingja geirfuglsins, álkunnar. Þegar skorið hefur verið úr um það hvaða gen það eru sem greina að geirfugla og álkur yrði genunum bætt í fósturfrumur álku. Egginu yrði síðan komið fyrir í annarri fuglategund sem væri nógu stór til að bera, til dæmis gæs.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndir hafa verið uppi um að endurvekja útdauðar tegundir og stendur meðal annars til að endurvekja mammúta og flökkudúfur. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að endurvekja þegar útdauðar tegundir en ef slíkt er hægt má ætla að vísindamenn láti það verða að veruleika. Það er því aldrei að vita nema geirfuglinn sjáist aftur við Ísland í framtíðinni.