screen-shot-2016-12-08-at-20-26-43

Nýjasta uppfærsla válista Alþjóðlegu náttúruverndarasamtakanna (IUCN) var tilkynnt í gær á ráðstefnu um líffræðilegan fjölbreytileika í Cancun í Mexíkó. Það sem helst vekur athygli í kjölfar tilkynningarnnar er ný staða gíraffa á listanum en þeir eru nú flokkaðir sem viðkvæm tegund. Fram að þessu hafa verið taldar litlar íkur á því á því að hætta stafi að tegundinni í náinni framtíð.

Samkvæmt niðurstöðum greiningarvinnu IUCN hefur gíröffum fækkað um allt að 40% á síðastliðnum 30 árum. Fækkunina má rekja til búsvæðaeyðingar og veiðiþjófnaðar auk þess sem óeirðir víðsvegar í heimsálfunni hafa haft sitt að segja.

Ein tegund eða fjórar?
Líkt og Hvatinn sagði frá nýlega voru gíraffar fyrir stuttu flokkaðir í fjórar mismunandi tegundir fremur en eina. Þessi uppgötvun litaði þó ekki niðurstöður IUCN sem tók þá ákvörðun að flokka gíraffa sem eina tegund með níu undirtegundir í greiningunni.

Gíröffum hefur ekki fækkað á öllum svæðum og hafa þrjár undirtegundanna aukið við fjölda sinn, ein staðið í stað á meðan fækkað hefur í hinum fimm.

Válistinn lengist
Í þessari uppfærslu listans bættust nokkrar nýjar tegundir við, til dæmi villtir hafrar, bygg og mangó. Þessar tegundir voru metnar vegna mikilvægi þeirra í fæðuöryggi heimsins vegna þess að erfðabreytileiki þeirra gæti verið nýttur til að bæta þol nytjaplantna gegn sjúkdómum, þurrki og seltu.

Auk þess hafa 700 tegundir fugla bæst við listann sem nú telur alls 85.604 tegundir, þar af stafar hætta að 24.307.