Mynd: The Huffington Post
Mynd: The Huffington Post

David Gruber frá City University í New york, var á dögunum við rannsóknir á Solomin eyju í kyrrahafinu. Þar var hann reyndar að skoða flúrljómandi fiska og hákarla þegar hann rakst á flúrljómandi Hawksbill sæskjaldböku.

Hingað til vissu vísindamenn að lífverur á borð við kórala, fiska og hákarla gætu flúrljómað en aldrei áður hafa fundist skjaldbökur sem hefur þennan hæfileika. Þó skjaldbakann búi í sjónum er hún mjög fjarskyld flestum öðrum sjávardýrum, en skjaldbökur eru með elstu skriðdýrum sem hafa þróast.

Það sem gerist við flúrljómun er að lífveran tekur upp blátt ljós og geislar því út sem grænu, rauðu eða appelsínugulu ljósi. Tilgangurinn með ljómuninni getur verið misjafn til dæmis að veiða og stundum notast dýrin við ljómunina í makaleit. Enn sem komið er hefur ekki verið skilgreint til hvers skjaldbakan notar þennan hæfileika sinn.

Í myndbandinu hér að neðan sjást fyrstu myndirnar sem teknar voru af þessari rauðljómandi skjaldböku.