Mynd: Jill Preutz
Mynd: Jill Preutz

Marga vísindamenn dreymir um að komast útí frumskóginn og fylgjast með atferli dýra í þeirra náttúrulega umhverfi. Að því leitinu hefur Jill Pruetz, prófessor við Iowa State University, verið að lifa draum margra þegar hún, ásamt rannsóknarteymi sínu fylgdist með simpansahóp í vestur Afríku. En draumurinn breyttist í hálfgerða martröð þegar hópurinn varð vitni af grófu ofbeldi meðal simpansanna. Ofbeldið leiddi ekki bara til dauða eins karldýrsins úr hópnum heldur varð vísindahópurinn vitni af því þegar simpansarnir handléku líkið með enn frekari barsmíðum og jafnvel áti.

Slík hegðun er ekki algeng meðal simpansa en innan simpansahjarða ríkir skýr goggunarröð. Dýrið sem var myrt í þessu tilfelli var fyrrum alfa dýr hjarðarinnar en vísindahópurinn sagði að hann hafði þá stjórnað með harðri hendi og rétt áður en hann var drepinn hafði hann verið með tilburði um að komast aftur til valda innan hópsins.

Í myndbandinu hér að neðan má heyra frásögn Jill Pruetz af atburðunum og myndir. Rannsóknin var birt í International Journal of Primatology í janúar.