rubtree2

Í Suðaustur Asíu er algengt að hitabeltisskógar séu ruddir til þess að koma upp gúmmí plantekrum. Mikil notkun á gúmmídekkjum er helsta ástæða þess að eftirspurn eftir gúmmíi er eins mikil og raun ber vitni og er 70% alls náttúrulegs gúmmís notað í hjólbarða.

Því miður hefur þessi mikla gúmmínotkun slæmar afleiðingar fyrir þær lífverur sem missa heimkynni sín í kjölfar skógareyðingar. Fjöldi tegundir gæti tapað heimkynnum sínúm vegna gúmmíiðnaðarins en talið er að fram til ársins 2024 verði að reisa allt að 8,5 milljónir hektara af gúmmí plantekrum til þess að mæta gúmmíþörf heimsins.

Nú hafa fyrstu rannsóknir á afleiðingum slíkra plantekra verið birtar og er staðan metin svo að vandamálið sé svipað og pálmolíuvandinn. Á svæðum þar sem gúmmítrjám hefur verið komið fyrir, í stað þeirra skóga sem fyrir voru, kom í ljós að fjöldi fugla, leðurblöku og bjöllu tegunda minnkaði um 75%.

Vísindamenn við University of East Anglia og háskólann í Sheffield biðla nú til dekkjaframleiðenda í þeirri von að þeir muni styðja við innleiðingu á umhverfisvottunum fyrir gúmmíframleiðendur. Með því að kaupendur gúmmís krefjist vottunar frá framleiðendum er mögulegt að stuðla að því að gúmmíframleiðsla verði eins umhverfisvæn og hægt er.

Heimild: BBC