_81747429_pitcairn_island_624

Fyrr í vikunni var tilkynnt á fréttasíðu BBC að Bretland ætli að stofna stærsta hafverndarsvæði heims. Svæðið er við Pitcairn eyjar í sunnanverðu Kyrrahafi og er 834,000 ferkílómetrar að stærð, eða um átta sinnum stærra en Ísland.

Tilgangur verndarsvæðisins er að vernda lífríki þess fyrir ágangi ólölglegra fiskveiða. Eins og gefur að skilja er erfitt að hafa auga með svæðinu og hefur því verið ákveðið að vakta það með gervitunglum. Ný tækni verður notuð við vöktunina sem búin var til af Pew Charitable Trusts og Satellite Applications Catapult. Tæknin kallast Project Eyes on The Seas og gengur út á að vakta skip og fylgjast með því hvort þau eru að veiða með því að meta hraða þeirra.

Eins og staðan er í dag erum um einn af hverjum fimm fiskum á markaði veiddur ólöglega. Markmið Projects Eyes on The Seas er að stöðva ólöglegar veiðar fyrir fullt og allt og telja þeir að markiðið gæti náðst á næstu 10 árum.

Við mælum með myndbandinu hér að neðan sem útskýrir hvernig Project Eyes on The Seas virkar: