Green-turtle-hatching

Á næstu árum og áratugum má ætla að hækkað yfirborð sjávar muni hafa ýmsar afleiðingar. Því miður benda niðurstöður rannsóknar sem birtar voru í Royal Society Open Science til þess að hærra yfirborð sjávar komi til með að hafa slæmar afleiðingar fyrir unga sæskjaldbaka.

Sæskjaldbökur verpa eggjum sínum í holum sem þær grafa í sand ofarlega á ströndum víðsvegar um heiminn. Með þessu koma þær í veg fyrir að rándýr éti eggin en hreiðrin eru þó nógu nálægt sjónum til að ungarnir rati þegar þeir klekjast úr eggjunum.

Rannsóknarhópur við James Cook University safnaði 262 eggjum þriggja sæskjaldbaka af tegundinni Chelonia mydas á eyjunni Raine Island í Ástralíu. Vísindamennirnir notuðu hluta eggjann sem viðmiðunarhóp en prófuðu að hylja hin eggin með saltvatni í mislangan tíma.

Skjaldbökufóstur þurfa að anda í gegnum skel eggsins. Þau geta andað ef eggið er í sandi en ef þau eru í vatni geta þau það ekki og verða fóstrin því fyrir súrefnisskorti á meðan þau er þakin vatni.

Í ljós kom að það hafði engin marktæk áhrif að eggin væru undir vatni í eina til þrjár klukkustundir. Ef eggin voru höfð undir vatni í yfir sex klukkustundir jókst dánartíðni um 30%. Sá tími virtist þó ekki hafa áhrif á heilbrigði þeirra unga sem klöktust út en ekki er útilokað að það hafi áhrif á þroska og dánartíðni seinna á lífsleiðinni.

Með hækkuðu yfirborði sjávar koma egg sæskjaldbaka til með að vera þakin vatni í gegnum sandinn í lengri tíma en eðlilegt er og vildu vísindamennirnir kanna hvaða áhrif hækkunin kemur til með að hafa. Vísindamenn fylgjast vel með skjaldbökum á Raine Island og er nú þegar byrjað að undirbúa það að flytja hreiður þeirra lengra upp á ströndina til að koma í veg fyrir að sjór komist að þeim.

Heimild: IFLScience