Mynd: AFP

Fyrr í vikunni bárust fréttir þess efnis að Esmond Bradley Martin hafi fundist myrtur á heimili sínu í Kenía. Þó fæstir þekki líklega nafn Bradley Martin var hann ötull í baráttu sinni gegn ólöglegum viðskiptum á villtum dýrum og hafði unnið gegn þeim í yfir 40 ár.

Meðal þess sem Bradley Martin náði framm með störfum sínum var að hjálpa til við að koma á banni gegn verslun með horn nashyrninga og banni á verslun með fílabein í Kína. Bradley Martinn var afar virtur á sínu sviði og er talið að morðið á honum megi mögulega rekja til starfa hans.

Í síðustu viku bárust einnig fréttir af því að þrír þjóðgarðsverðir í Kambódíu hafi fundist myrtir eftir að hafa gert verkfæri og farartæki manna sem stunduðu ólöglegt skógarhögg í vernduðum skógi upptæk.

Verndunarstörf í þágu náttúrunnar eru ómetanleg og mikilvæg, sér í lagi á þeim tímum sem við lifum við nú. Eins og ljóst er af atburðum síðustu viknar fylgir þeim þó einnig áhætta. Árið 2017 létust að því er talið 197 manns vegna starfa sinna eða um fjórir á viku. Frá árinu 2002 hafa dauðsföllin fjórfaldast.