Mynd: The Conversation
Mynd: The Conversation

Með aukinni hlýnun jarðar höfum við horft uppá stór íssvæði eins og Norður- og Suðurpólinn minnka hægt og bítandi. Það er því þversagnakennt til þess að hugsa að þegar stórir ísjakar brotna frá geta þeir haft neikvæð áhrif á losun koldíoxíðs útí andrúmsloftið.

rannsókn sem birtist í Nature Geoscience bendir til þess að með tilkomu hafíss auðgist líf í efsta lagi sjávar. Lífið sem eykst við tilkomu hafíssins er að mestu leiti frumbjarga einfrumungar á borð við plöntusvif. Þessar lífverur eru eins og áður segir frumbjarga og binda þar af leiðandi mikið af koldíoxíði og vinna úr því kolefni, þ.e.a.s. með ljóstillífun eins og plöntur gera.

Þessi aukning frumbjarga dýra í kringum hafísinn sást á gervihnattamyndum sem teknar hafa verið af Suðurhafinu á árunum 2003-2013. Á myndunum má greina breytingar á lit sjávar sem fylgir aukningu plöntusvifs. Þessar niðurstöður er góðar fréttir því svo virðist sem þarna sé innbyggð hindrun á hlýnun jarðar. Því miður mun þetta þó ekki verða til þess að hlýnunin stendur í stað en vonandi mun þetta hafa áhrif á hraða hennar.