Mynd: Nathab.com
Mynd: Nathab.com

Plastmengun mannfólks hefur víðtæk áhrif og er ein afleiðing hennar sú að villt dýr geta fest sig í plastinu eða jafnval étið það eins og ný rannsókn sýnir fram á.

Í rannsókninni, sem gerð var við Háskólann í Queensland, voru áhrif plastmengunar í hafinu á sæskjalbökur skoðuð. Mat rannsóknarhópsins er að um 52% af sæskjaldbökum heimsins hafi étið plast.

Tegundin sem er í mestum áhættuhópi er Lepidochelys olivacea og er það talið vera vegna þess að hún sækir sér fæðu á opnu hafi sem er einmitt þar sem plast safnast helst fyrir. Þar að auki er tegundin sólgin í marglyttur og geta plastpokar í hafinu virðst vera marglyttur við fyrstu sýn.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru skjalbökur í mestri áhættu á svæðum við austurströnd Norður-Ameríku og Ástralíu, Suður-Afríku og austanverðu Indlandshafi og Suðuastur-Asíu.

Fyrsti höfundur greinarinnar, sem birt var í Global Change Biology, Dr. Qamar Schuyler sagði í samtali við The Washington Post að vandamálið felist í því að plastframleiðsla í heiminum fari hratt vaxandi án þess að úrræði til að farga því aukist á móti. Vegna þessa vanda eru um 4-12 milljón tonna af plasti losuð í hafið á ári hverju.

Plast getur haft hræðilegar afleiðingar fyrir sæskjaldbökur. Í besta falli fá þær í magann en einnig getur plastið stíflað eða gatað meltingarveginn og eiturefni í vefi líkama dýranna. Í sumum tilfellum verður plastið til þess að skjalbökurnar upplifi það að þær séu sífellt saddar. Þær hætta þá hreinlega að éta og geta dáið úr hungri.

Schuyler segir að líklegt sé að vandinn muni aukast í framtíðinni og er sorglegt að hugsa til þess að sæskjaldbökur, sem hafa verið til staðar í meira en 100 milljónir ára, gætu dáið út vegna áhrifa manna.