1280px-Sea_ice_2009-09-01

Niðurstöður ársskýrslu um ástand loftslags jarðar, sem birt var í Bulletin of the American Meteorological Society, staðfesta að árið 2014 var það heitasta síðan mælingar hófust. Að rannsókninni komu 413 vísindamenn frá 58 löndum.

Thomas Karl, forstjóri Bandarísku hafrannsóknarstofnunarinnar (National Oceanic and Atmospheric Administration), sem stendur að baki skýrslunni, sagði að ýmsir þættir sýni hvernig loftslag jarðar er að breytast. Meðal þeirra þátta sem spila þar inn í eru hlýnun sjávar og andrúmslofts, losun gróðurhúsalofttegundar og fylgifiskar þeirra: bráðnun jökla og aukning á hitabeltisstormum.

Skýrslan gefur einnig til kynna að þrátt fyrir það að mannfólkið stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda samstundis myndi hlýnun sjávar halda áfram í margar aldir. Það virðist sem að nú sé ekki aftur snúið.

Hér að neðan má sjá hluta úr niðurstöðum skýrslunnar:

Yfirborðshitastig Jarðar

t8eJEmI

Myndin að ofan sýnir þróun meðalyfirborðshitastigs jarðar frá árinu 1880. Hitastigsmet voru slegin í yfir 20 löndum í Evrópu árið 2014. Á örfáum stöðum var meðalhitinn lægri: í austanverðum Bandaríkjunum, í Mið- og Suður-Kanada og ákveðnum svæðum í Mið-Asíu.

Yfirborðshiti sjávar

0RgUTEX

Yfirborðshiti sjávar var sá hæsti sem mælst hefur í fyrra. Hitastig sjávar hefur mikil áhrif á veðurfar í heiminum en aukinn hiti leiðir til hærra yfirborðs sjávar, fellibylja og aukning á bráðnun jökla og hafíss.

Losun gróðurhúsalofttegunda

e3uCDbl

Eins og sjá má hefur losun gróðurhúsalofttegundar farið vaxandi frá árinu 1980. Þær lofttegundir sem mannfólkið losar hvað mest eru koldíoxíð, metan og tví-nituroxíð.

Yfirborð sjávar

UYg7BLR

Hlýnun jarðar fylgir hækkun á yfirborði sjávar. Hækkun á yfirborði sjávar hefur mismikil áhrif á íbúa Jarðar en kemur til með að hafa hvað mest áhrif á svæði nærri ströndum.