Trail Through Corn Field

Sífellt bætist á listann yfir áhrif hrattrænnar hlýnunar. Samkvæmt rannsókn sem fór fram í háskólanum í Melbourne,
Ástralíu, mun hlýnandi loftslag ekki einungis hafa áhrif á matvælaöryggi, heldur einnig á hvernig matvæli bragðast.

Rannsóknin miðaði ræktun að matvæla í Ástralíu en ætla má að heimafæra megi niðurstöðurnar á fleiri svæði í heiminum sem munu flest, ef ekki öll, verða fyrir áhrifum af hlýnun jarðar.

Í skýrslunni kemur fram að stór hluti þeirra matvæla, grænmetis og ávaxta, sem ræktuð eru í Ástralíu muni verða fyrir áhrifum af hlýnun jarðar. Meiri hiti dregur úr samkeppnishæfni sumra plantna en að auki leiðir hitinn til þess að plantan setur minni orku í æta partinn og því verður hann bragðminni eða þurrari.

Þó plöntur séu kannski það fyrsta sem manni dettur í hug þegar talað er um áhrif hnattrænnar hlýnunnar á matvæli þá munu dýraafurðir ekki sleppa heldur. Hitinn veldur nefnilega líka streitu hjá dýrum, þeim líður verr og það getur haft áhrif á gæði afurðanna, hvort sem er um að ræða kjöt, mjólk eða egg.

Ástralskir bændur sem rætt er við í skýrslunni hafa ekki farið varhuga af hlýnun jarðar og eru margir hverjir hræddir um hvað koma skal ef ekkert verður að gert. Höfundar skýrslunnar vonast til að hún leiði til aðgerða stjórnvalda og almennings til að sporna við enn frekari hlýnun og afleiðingum hennar.

Hér má sjá umfjöllun ástralska vefsins Popular Science um skýrsluna.