gulf-of-mexico-oil-spill

Nýlega hefur borið á því í norðanverðum Mexíkóflóa að fjöldinn allur af hræjum höfrunga og annarra sjávarspendýra hefur rekið á land eða fundist fljótandi í flóanum.

Frá því í febrúar 2010 hafa 1.308 dýr fundist og er mikill meirihluti þeirra höfrungar. Erfitt hefur reynst fyrir vísindamenn að skýra ástæðurnar fyrir svo miklum dauða sjávarspendýra en grunur leikur á að olíuslys BP árið 2010 í flóanum gæti verið ein ástæðanna.

Rannsókn sem birt var í PLOS one sýnir fram á að dauðarnir hafi átt sér stað á fjórum mismunandi tímabilum. Einn atburðurinn átti sér stað fyrir olíuslysið og er talið að hann hafi komi til vegna óvenjulega mikils kulda í bland við aukins flæði ferskvatns í flóanum. Hinir þrír dauðarnir komu til eftir olíuslysið og voru sérstaklega miklir á svæðum þar sem mengun var mikil svo líklegt þykir að olíuslysið hafi haft sitt að segja.

Næstu skref rannsóknarhópsins, sem er leiddur af Dr. Venn-Watson, verða að greina vefjasýni úr strönduðum höfrungum og fylgjast með lifandi dýrum.