Mynd: North American Mammals
Mynd: North American Mammals

Fuglar geta ekki bara flogið langt og tekið á loft með stuttu tilhlaupi, þeir geta líka flogið ótrúlega hratt. Sérstaklega fuglar af svölu-ætt en þar á meðal eru tegundir sem ná allt að 110 km hraða á klukkustund. Sem hingað til hefur verið talinn mesti flughraði í dýraríkisins, ef frá er talinn dýfingarhraði fálka sem getur náð allt að 300 km á klst.

Nú virðist hins vegar samkeppni hafa borist úr óvæntri átt, en að öllum líkindum er nýr handhafi titilsins að taka við keflinu. Nýi methafinn er ekki fugl heldur leðurblaka, s.s. spendýr. Tegundir ber latneksa heitið Tadarida brasiliensis og kallast á ensku Brazilian free-tailed bat.

Leðurblakan lifir eins og nafnið gefur til kynna í Brasilíu en einnig víðs vegar um Suður og Norður Ameríku. Leðurblakan er talin vera algengasta spendýrið í Norður Ameríku. Dýrið hefur því verið heilmikið rannsakað og miklar upplýsingar liggja fyrir um lífsferil þess. Nú bætist við rannsókn sem sýna að leðurblakan getur flogið á 160 km hraða á klukkustund, sem er langt um hraðar en fyrri methafi státaði af.