Mynd: Charlie Hamilton James/National Geographic
Mynd: Charlie Hamilton James/National Geographic

Þó fæstum þyki hrægammar sérstaklega smekkleg dýr gegna þeir mikilvægu hlutverki í fæðukeðju þeirra vistkerfa sem þeir lifa í. Í dag stafar mikil hætta að þessum merkilegu fuglum sér í lagi vegna trúar galdralækna á að heili þeirra og aðrir líkamshlutar geti hjálpað mönnum að sjá framtíðina. Hrægammar eru vegna þessarar trúar drepnir í stórum stíl á ákveðnum svæðum í Afríku.

Ljósmyndarinn Charlie Hamilton James hjá National Geographic vildi vekja athygli á þeirri hættu sem stafar að hrægömmum og ákvað að mynda þá frá nýju sjónarhorni. Afraksturinn má sjá í myndbandinu hér að neðan en meðal þess sem Hamilton James gerði var að koma myndavél fyrir í hræi sebrahests og mynda ólöglega verslun með hrægamma í Afríku.