Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov

Hafið geymir stærstan hluta lífríkisins á jörðinni og langmestur hluti þess er óþekktur. Það má því segja að fólk eins og Roman Fedortsov sé algjör fjársjóður fyrir áhugafólk um sjávarlíffræði.

Roman Fedortsov er rússneskur sjómaður sem hefur lagt í vana sinn að mynda þau furðudýr sem hafa óvart slæðst með um borð þegar verið er að veiða úr djúpum hafsins. Þessar skepnur lifa allar á 1000-3000 metra dýpi en svo langt niður ná geislar sólarinnar ekki. Kvikindin eru því öll mjög dökk á lit eða rauð, þar sem best er að vera í litum sem endurkastast lítið sem ekkert á þessu dýpi.

Myndirnar tala sínu máli en þær hafa allar verið birtar á Twitter-reikningi Romans en einnig er fjallað um áhugamál rússans á Gizmodo.

Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov
Mynd: Roman Fedortsov