Yfirleitt heyrum við talað um gróðurhúsaáhrif lofthjúpsins í neikvæðu samhengi, þ.e.a.s. í samhengi við hnattræna hlýnun. Sannleikurinn er samt sá að ef engin gróðurhúsaáhrif væru til staðar væri jörðin ekki lífvænleg.

Gróðurhúsaáhrifin byggja á því að í lofthjúpnum eru skautaðar sameindir sem vernda jörðina frá heitustu geislum sólarinnar yfir daginn og halda hitageislum umhverfis jörðina þegar sólarinnar nýtur ekki.

Vandamálið við gróðurhúsaáhrifin er að þegar skautuðu sameindunum fjölgar of mikið verða áhrifin þau að meiri hiti verður eftir innan lofthjúpsins og jörðin hitnar meira en lífkerfið þolir, eins og við höfum nú þegar orðið vitni af.

Hvatinn mælir með því að þið horfið á þetta skemmtilega myndband um hvað gróðurhúsaáhrif eru í raun og veru. Myndbandið birtist á youtube rás MinuteEarth