earth_by_moguviel

Neyslumynstur okkar hefur mikil áhrif á umhverfið. Maturinn sem við borðum, ferðalögin sem við förum í og hversu oft við endurnýjum rafmagnstækin okkar hefur allt áhrif á jörðina. Eins og við vitum eigu við bara eina jörð en þrátt fyrir það lifa mörg okkar líkt og þær væru fleiri.

Í prófi sem World Wildlife Fund útbjó og hægt er að finna hér má sjá hversu margar plánetur við þyrftum ef allir lifðu sama lífstíl og þú. Við mælum með því að taka prófið því niðurstöðurnar gætu komið á óvart.