screen_shot_2015-08-05_at_3.16.33_pm

Þann 30. nóvember næstkomandi hefst í COP21 í París þar sem leiðtogar heimsins munu reyna að móta sameiginlega stefnu til að berjast gegn hlýnun jarðar. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir að meðalhitastig jarðar hækki um meira en 2°C.

En hvað myndi tveggja gráðu hlýnun þýða fyrir okkur? Þó svo að 2°C hljómi kannski ekki eins og mjög mikil hækkun kæmi hún til með hafa mikil áhrif á plánetuna. Búist er við því að hlýnun um 2°C hafi til dæmis áhrif á veðurfar heimsins. Meira yrði um öfgar í veðurfari, til dæmis myndu bæði úrkoma og fjöldi heitra daga aukast víða um heim og þar með líkurnar á flóðum og skógareldum. Hlýnun um 2°C myndi einnig leiða til hækkunar á yfirborði sjávar um allt að 60 cm til ársins 2100, meðal annars vegna bráðnunar jökla og heimskautaíss.

Ef markmið um að takmarka hlýnun jarðar við tvær gráður nást ekki má hins vegar búast við því að hækkunin verði allt að 4°C sem hefði enn verri afleiðingar enj fögurra gráðu hækkun gæti leitt af sér allt að metershækkun á yfirborði sjávar. Erfitt er að spá fyrir um veðurfarsleg áhrif svo mikillar hækkunar en áhrifin yrðu enn meiri en við tveggja gráðu hækkun og gætu sum svæði jarðar, til dæmis Mið-Austurlönd orðið óbyggileg vegna öfga í hitastigi.

Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að hækkunin verðir einhverstaðar þarna á milli, það er um þrjár gráður en nú þegar hefur hækkunin frá Iðnbyltingu verið um 0,8°C. Það er því ljóst að þær ákvarðanir sem teknar verða á COP 21 á næstu vikum koma til með að hafa gríðarlega áhrif á hvernig umhorfs verður á jörðinni árið 2100.

Í mynbandinu hér að neða fer blaðamaðurinn Adam Levy hjá Nature News yfir afleiðingar hlýnunar jarðar.