screen-shot-2017-06-25-at-10-26-17

Um 65 milljónir manna í heiminum í dag eru flóttamenn, ýmist vegna náttúruhamfara, stríðsátaka, mannréttindabrota eða ofbeldis. Þessi tala fer hratt vaxandi og má búast við því að loftslafsbreytingar auki enn frekar á vandann.

Flóttamenn eiga eðlinu samkvæmt engan samastað og leita því logandi ljósi að nýju, öruggu heimili. Ein skammtímalausn fyrir flóttamenn eru flóttamannabúðir sem komið hefur verið upp víða um heim.

Það er hægara sagt en gert að koma upp slíkum búðum og er fjölmargt sem þarf að huga að. Í nýju myndbandi frá AsapSCIENCE eru flóttamannabúðir á grísku eyjunni Lesvos heimsóttar og kafað í það hvernig flóttamannabúðum er komið upp.