bee-1575236_1280

Nú þegar kólna tekur í veðri snarfækkar þeim skordýrum sem við sjáum á ferli. Það eru eflaust margir sem velta því fyrir sér hvert öll þessi skordýr fara yfir vetrartímann og hvernig þau lifa veturinn af.

Í myndbandinu hér að neðan frá SciShow er einmitt farið yfir þær mismunandi leiðir sem skordýr nota til að lifa af veturinn. Þar sem að skordýr eru mjög fjölbreyttur hópur lífvera eru aðferðirnar nokkuð fjölbreyttar, allt frá því að grafa sig ofan í jörðina í að fylla vefi líkamans af einskonar frostlegi.