rusl

Plastúrgangur er þekkt vandamál í höfum heimsins en hingað til höfum við haft lítinn skilning á því hversu stórt vandamálið er. Grein í tímaritinu Science segir frá niðurstöðum rannsóknar Jenna R. Jambeck og rannsóknarhóps hennar við University of Georgia á þessu vandamáli.

Í rannsókninni var magn plasts sem losað er í hafið á ári reiknað út með líkani sem byggði á íbúaþéttleika og efnahagslegri stöðu. 192 lönd sem liggja við strendur voru skoðuð.

Niðurstöðurnar voru sláandi. Samkvæmt útreikningum rannsóknarhópsins mynduðust 275 milljón tonn af plastúrgangi árið 2010 frá löndunum sem skoðuð voru. Af þessum 275 milljón tonnum áætlaði hópurinn að 4,8-12,7 tonn hafið farið út í hafið.

Íbúafjöldi og gæði úrgangslosunarkerfis í landinu hafði mest að segja um það hversu mikinn plastúrgang lönd losa í hafið og eins og sjá má á myndinni að ofan er Kína stærsti sökudólgurinn í þeim efnum.

Áhrif plastúrgangs í hafinu eru margþætt. Plastið safnast upp við strandlengjur, á hafís, yfirborði sjávar og á hafsbotninum en að auki geta dýr (t.d. skjaldbökur og fuglar) fest sig í því. Með tímanum veðrast plastið og verður að örsmáum einingum sem lífverur í hafinu innbyrða.

Rannsóknarhópurinn bendir á mikilvægi þess að vinnsla á plastúrgangi í heiminum sé bætt en ef ekkert er að gert áætlar hann að magn plasts sem losað er í hafið muni fjórfaldast til ársins 2025.

Hér er hægt að nálgast greinina í heild sinni.