great-white-shark-picture

Þegar við heyrum sögur af hvítháfum í fjölmiðlum eru þær sjaldnast hjartnæmar en þessi er það svo sannarlega!

Strandargestir Cape Cod í Massachusetts fylki Bandaríkjanna fundu hvítháf sem hafði strandað á ströndinni. Hvítháfar eru engin smásmíð og geta orðið rúmlega sex metra langir þegar þeir eru fullvaxta. Hákarlinn sem um ræðir var þó aðeins tveggja metra langur enda um ungan hákarl að ræða og er talið að hákarlinn hafi lent of nærri landi þegar hann reyndi að veiða sér máf til matar.

Almennum borgurum tókst halda lífi í hákarlinum með því að skvetta yfir hanna vatni þar til björgunarmenn komu á staðinn. Hákarlinn var að lokum heilsufarsskoðaður og dreginn aftur út í sjó.

Að sjálfsögðu var einhver svo snjall að draga upp myndavélina og má sjá hvernig björgunaraðgerðirnar fóru fram hér að neðan. Þess má geta að sérfræðingar stóðu að björguninni og eru björgunaðgerðirnar öruggar þó þær virðist harkalegar í myndbandinu.