dublin-375419_1280

Írska þingið samþykkti á dögunum frumvarp sem gæti orðið til þess að landið verði það fyrsta í heiminum til að hætta opinberri fjármögnun á jarðefnaeldsneyti. Frumvarpið var samþykkt með 90 atvkæðum á móti 53.

Frumvarpið hefur ekki verið staðfest en verði af því munu allar fjárfestingar með opinbert fé til fyrirtækja sem versla með jarðefnaeldsneyti stöðvast á næstu fimm árum. Einnig kæmi frumvarpið í veg fyrir að landið gæti fjárfest í jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum í framtíðinni.

Auk frumvarpsins hefur írska þingið hafið vinnu við að skoða samband landsins við vökvabrot (e. fracking), sem er umdeild tækni sem nýtt er til að ná jarðgasi djúpt úr jörðinni.