Mynd: Natural Habitat
Mynd: Natural Habitat

Í myndbandinu hér að neðan er hægt að fylgjast með ísbjörnum sem halda til á túndrunni í Manitoba, Kanada. Túndran er köld auðn þar sem ísbirnir safnast saman þegar fer að líða að sumri og bíða eftir að ísinn fari að myndast.

BJ Kirschhoffer er starfsmaður Polar Bear International sem heldur einnig til á túndrunni og fylgist með ísbjörnunum. Þetta hefur Kirschhoffer gert í fjölda ára og setur hann þá upp myndavélar svo hann geti sjálfur fylgst með dýrunum og að auki eru sendar út myndir beinni útsendingu.

Tilgangur verkefnisins er að fylgjast með og rannsaka atferli dýranna og hvaða áhrifum þau verða fyrir vegna þeirra umhverfisbreytinga sem ganga nú yfir. Hliðarafurð verkefnisins er svo aukin umræða um afdrif dýranna, en með myndböndunum vonast hópurinn til að geta vakið fólk, eins og okkur sem sitjum fyrir framan tölvurnar, til umhugsunar um hvernig komið er fyrir ísbjörnum og hvað er hægt að gera. Að auki tekur hópurinn viðtöl við sérfræðinga á sviðinu og sendir sömuleiðis út, mörg slík viðtöl hafa einmitt verið sýnd í kennslustundum í háskólum.