Mynd: WWF
Mynd: WWF

Mengun á Norðurheimskautinu er stórt vandamál sem hefur bæði áhrif á umhverfið og dýrin sem þar lifa. Ný greining varpar ljósi á þau neikvæðu áhrif sem mengunin hefur á ísbirni og afkvæmi þeirra.

Í greiningunni voru efni sem nefnast þrávirk lífræn mengunarefni (POP) skoðuð. Þessi efni eiga það sameiginlegt að vera eitruð og safnast upp í líkama bæði manna og dýra yfir langan tíma. Alls voru áhrif 19 efna af þessari gerð metin í þremur dýrum þorski, selstegundinni hringanóra og ísbjörnum.

Greining rannsóknarhópsins leiddi í ljós að áhættan var lág fyrir selina en há fyrir ísbirni, sérstaklega ísbjarnahúna sem nærast á mengaðri mjólk. Samanborið við kópa sem aðeins drekkar mjóðurmjólk í um mánuð eru ísbjarnahúnar á spena í um 20 mánuði. Húnarnir taka þannig inn mengaða mjólk í langan tíma.

Góðu fréttirnar er þær að styrkur POP efna hefur farið lækkandi frá níunda áratugnum. Höfundar greinarinnar benda þó á að niðurstöðurnar sýni fram á mikilvægi þess að minnka áhrif mengandi efna á vistkerfi með því að framkvæma stöðugt eftirlit fyrir ný mengandi efni.

Greinin var birt í tímaritinu Environmental Toxicology and Chemistry.