Mynd: EcoExperts

Þrátt fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda í heiminum varðandið hlýnun jarðar getum við Íslendingar verið nokkuð bjartsýnir. Samkvæmt niðurstöðum ND-GAIN, rannsóknarhóps í Notre Dame háskólanum í Bandaríkjunum, er Ísland í 10. sæti yfir þau lönd sem eru líklegust til að lifa af yfirvofandi loftslagsbreytingar, ef ekkert verður gert til að afstýra hættunni.

Hópurinn hefur safnað gögnum frá árinu 1995 og metið 192 lönd í heiminum út frá tveimur breytum: hversu viðkvæm þau eru fyrir loftslagsbreytingum og aðlögunarhæfni þeirra.

Þegar lönd voru metin með tilliti til þess hversu viðkvæm þau eru voru eftirfarandi þættir skoðaðir: fæða, vatn, heilsa, vistkerfaþjónusta, búsvæði og uppbygging. Aðlögunarhæfni var síðan metin út frá viðbúnaði stjórnvalda, hagkerfis og samfélagsins.

Þau lönd sem eru í hvað mestri hættu eru lönd í Afríku og Asíu en í hinum vestræna heimi séu lönd betur í stakk búin til að takast á við breytingarnar.

Topp 10 listinn er eftirfarandi:

1. Noregur
2. Nýja Sjáland
3. Svíþjóð
4. Finnland
5. Danmörk
6. Ástralía
7. Bretland
8. Bandaríkin
9. Þýskaland
10. Ísland