Mynd: Tekin af Ara Jónssyni, fengin af vef Inhabitat
Mynd: Tekin af Ara Jónssyni, fengin af vef Inhabitat

Við Íslendingar getum aldeilis verið stolt af vöruhönnunarnemanum Ara Jónssyni sem kynnti hönnun sína á hönnunarmars í byrjun mánaðarins. Ara, eins og mörgum öðrum, ofbauð ofnotkun vestrænna ríkja á plasti sem brotnar niður á þúsund árum í náttúrunni. Sem svar við þessu hannaði Ari flösku sem er búin til úr efni sem unnið er úr rauðþörungum og brotnar niður á nokkrum dögum í náttúrunni.

Flaskan er gerð úr efninu agar sem er einangrað úr rauðþörungum. Rauðþörungar eru þokkalega algengir við strendur Íslands svo það er auðvelt að nálgast mikið magn af efninu. Efnið er einangrað úr þörungunum og þurrkað svo það verður að duftu. Því er síðan blandað saman við vatn og blandan hituð, en þá hleypur lausnin. Með því að kæla lausnina aftur er hægt að móta hana aftur. Þannig er hægt að móta flöskur úr efninu, sem halda formi sínu á meðan einhver vökvi er í þeim. Þegar flöskurnar eru svo tæmdar byrja þær að falla saman og brotna niður.

Flöskuna sem Ari hannaði má sjá í myndbandinu hér að neðan. En eins og sést tekur einungis nokkra daga fyrir flöskuna að brotna niður. Ef einhverjum þykir flaskan taka helst til of langan tíma í að eyðast þá getur sá hinn sami líka bara borðað flöskuna, þar sem hún er gerð úr efnum sem eru alveg skaðlaus manninum og oft notuð í matvæli.

[fbvideo link=“https://www.facebook.com/NowThisNews/videos/1027545957335528/“ width=“500″ height=“400″ onlyvideo=“0 or 1″]

Fjallað var um uppgötvunina m.a. á Vísi en erlendir fjölmiðlar hafa einnig veitt hönnuninni athygli og má þar nefna Inhabitat

Vonir standa til að koma flöskunum í almenna framleiðslu og notkun svo mögulega munum við geta dregið svo um munar úr notkun á plastflöskum.