Mynd: NASA
Mynd: NASA

Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, birtir reglulega stórbrotnar myndir úr geimnum. Nýjasta myndin er engin undantekning en á henni má sjá Jörðina frá nýju sjónarhorni.

Myndina má sjá hér að ofan og var hún tekin af geimfarinu Mars Reconnaissance Orbiter (MRO) sem er á sporbraut um plánetuna Mars í 205 milljón kílómetra fjarlægð frá Jörðu. Myndavélin sem tók myndina er með stærstu sundurdraganlegu linsu sem send hefur verið svo langt út í geiminn.

Myndin er í raun samsett úr fjórum myndum sem teknar voru 20. Nóvember 2016 og sýnir hún bæði Jörðina og tunglið. Nokkur kennileiti má sjá greinilega á myndinni, til dæmis er Ástralía fyrir miðju myndarinnar, Suðurheimskautið neðst til vinstir en auk þess má sjá Suðaustur-Asíu ofarlega á myndinni.