488048-3x2-940x627

Árið 2015 heldur áfram að slá met. Nú hefur Bandaríska Hafrannsóknarstofnunin (NOAA) staðfest að júlímánuður var sá heitasti síðan mælingar hófust. Miðað við þau hitamet sem hafa verið slegin það sem af er ári kemur ekki á óvart að NOAA telji að 2015 verði heitasta ár frá því að mælingar hófust árið 1880.

Meðalhitastig yfirborðs jarðar í júlí voru 16,61 gráður. Þrátt fyrir að mánuðurinn hafi verið svo heitur mældust sum svæði jarðar kaldari en venjulegt þykir, til dæmis Ástralía.

Í samanburði við meðalhitastig 21. aldarinnar mældust fyrstu sjö mánuðir ársins 2015 0,85 gráðum yfir meðaltali sem er 0,09 gráðum hærra en árið 2010, sem átti metið fyrir. Sérfræðingar NOAA telja að 99% líkur séu á því að árið 2015 muni slá hitamet ársins 2014 sem heitast ár frá því að mælingar hófust.

Ástæðurnar fyrir því að árið 2015 slær hvert hitametið á fætur öðru má, að mati vísindamanna, annars vegar rekja til langtímahlýnun Jarðar auk áhrifanna frá El Nino sem stendur yfir.

Heimild: ScienceAlert