Mynd: Imgur Mynd: Imgur[/caption]

Kína er fjölmennasta þjóð heims og nær yfir ansi stórt landssvæði. Þó landið sé víðfemt þá er fólksfjöldinn þar líka gríðarlegur og fólkið þarfnast áþekkra gæða og við þekkjum hér á vesturlöndum. Kínverjar hafa því, af ýmsum ástæðum, til útflutnings og eigin nota, hoggið niður stóran hluta skóglendis síns. Þegar stór þjóð á borð við Kínverja gengur hratt á slíkar kolefnisgeymslur þá losnar mikið af gróðurhúsaloftegundum útí andrúmsloftið.

Til að sporna við þessu hafa Kínverjar tekið þátt í verkefninu Natural Forest Conservation Program þar sem unnið er að endurheimt skóglendis. Nú á föstudag birtust svo fyrstu niðurstöður verkefnisins og þær sýna að jákvæða teikn eru á lofti um velgengni verkefnisins, skógurinn er að ná sér, þrátt fyrir bæði mikla mengun á svæðinu og vatnsskort. Til að meta það var notast við ógrynni af gögnum, m.a. frá NASA þar sem hægt er að sjá stærð og þéttni skóglendisins.

Velgengni verkefnisins eru miklar gleðifréttir sér í lagi fyrir Kína en verndun skóglendis er mikilvægt til að binda vatn og kolefni. En enginn er eyland og Kínverjar eru ekki eina þjóðin í heiminum. Það er mikilvægt að stór svæði eins og Kína nái að binda vatn og jarðveg á þennan hátt sem þau gera en það má ekki vera á kostnað annarra þjóða. Því verða fleir þjóðir að fylgja í kjölfarið og við verðum öll að leggja okkar af mörkum til að vernda jörðina okkar.