Screen_Shot_2015-07-16_at_9.31.18_AM.0.0

Sniglar eru ekki þekktir fyrir það að vera mjög krúttleg dýr enda eru þeir slímugir og það er ekkert krúttlegt við slím. Það virðist þó vera ein sniglategund sem gæti fengið fólk til að skipta um skoðun.

Snigillinn er af tegundinni Jorunna parva og er sjávarsnigill. Hann er aðeins um tveir sentimetrar að lengd og líkist eiginlega frekar kanínu en snigli.

Tegundin lifir í Indlandshafi og hefur svarta arma sem líkjast eyrum kanínu. Þeir gegna þó ekki hlutverki eyrna heldur eru notaðir til þess að finna lykt og bragð.

Hér að neðan má sjá myndband af þessum sætu sniglum: