
Föstudaginn 4. mars næstkomandi munu Matís, Veiðimálastofnun, Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands standa fyrir vísindaþingi landbúnaðarins, sem kallast Landsýn.
Vísindaþingið mun fara fram að Hvanneyri í Borgarfirði og stendur frá 09:00 – 16:30.
Fjölmargir fræðimenn munu halda erindi á ráðstefnunni en nokkrar málstofur verða í gangi, þar sem rætt verður meðal annars um jarðræktarrannsóknir, búfjárræktarrannsóknir auk ábyrgar nýtingar vatns og áhrif ferðamanna á náttúruna.
Hægt er að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands.