IMG_6107-edited

Sprotafyrirtækið Modern Meadow hefur tryggt sér 52,5 milljónir bandaríkjadala í fjármögnunarfé til að hefja ræktun á leðri. Ef vel tekst til gæti framleiðslan ekki aðeins verið jákvæð út frá dýravelferðarsjónarmiði heldur gætu umhverfisáhrifin einnig verið jákvæð.

Ræktun búfjár hefur ýmis neikvæð áhrif á umhverfið. Til að rækta dýrin þarf ekki aðeins mikið land fyrir dýrin sjálf heldur þarf einnig að rækta fæðu ofan í þau. Þessu fylgir mikil skógareyðing víða í heiminum auk mikillar vatnsnotkunar og losunar gróðurhúsalofttegundar. Ofan á það bætist að dýravelferð er víða ábótavant. Ef hægt væri að framleiða leður á annan hátt væri því hægt að koma í veg fyrir marga þessara þátta og er það einmitt það sem Modern Meadow vill gera.

Að sögn forstjóra og stofnanda Modern Meadow, Andras Forgacs, hyggst fyrirtækið búa til leður sem hefur ekki hár, fitu né hold. Þannig mætti koma í veg fyrir þá miklu vinnu og eiturefnanotkun sem fylgir því að vinna leður eftir slátrun. Tæknin gæti einnig boðið upp á þann möguleika að hanna leður með ákveðnum eiginleikum ekki finnast í dýraríkinu.

Modern Meadows stefnir ekki aðeins á að framleiða leður heldur vilja þeir einnig hefja framleiðslu á kjöti án þess að slátra þurfi nokkru dýri. Fyrirtækið stefnir að því að setja upp framleiðslueiningu í New York á næstunni.