before-the-flood-film-social

Í nýrri heimildarmynd kannar leikarinn Leonardo DiCaprio áhrif loftslagsbreytinga á Jörðina og hvað mannkynið þarf að gera til að koma í veg fyrir að þær hafi hræðilegar afleiðingar fyrir líf á plánetunni.

Myndin sem ber titilinn “Before the Flood” er afrakstur þriggja ára vinnu og verður hún frumsýnd í dag. Meðal þeirra sem DiCaprio ræðir við í myndinni eru Barrack Obama, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, Ban Ki-Moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Elon Musk, stofnandi Tesla, og Francis páfi auk leiðandi vísindamanna á sviði loftslagsmála.

Til þess að vekja athygli á málefninu verður hægt að horfa á myndina án endurgjalds í 174 löndum á 45 tungumálum en nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu myndarinnar hér.