200207772-001

Letilórur, eða slow loris líkt og tegundin kallast á ensku, eru þekkt fyrir flest annað en áfengisneyslu sína. Það hefur þó komið á daginn að dýrin eru í raun nokkuð drykkfeld og vilja helst hafa áfengið sitt sem sterkast. Það sem meira er þá þola dýrin áfengið töluvert betur en við mannfólkið.

Vísindamenn við Dartmouth College rannsökuðu letilórur og tegundina aye-aye og komust að því að báðar tegundirnar sækja í sem áfengisríkastan blómsykur. Í rannsókninni fengu dýrin að velja úr nokkrum mismunandi blöndum sem innihéldu missterkt áfengið. Því meira sem áfengið var því líklegri voru dýrin til að velja þau og vildu þau ekki sjá hreint vatn.

Niðurstöðurnar eru á pari við að sem þekkist í náttúrunni en letilórur eru sólgnar í gerjaðan blómsykur bertam pálma sem hefur áfengismagn í kringum 3,8%. Það er sérstaklega athyglisvert að dýrin verða ekki drukkin af vökvanum og telja vísindamenn að það megi rekja til stökkbreytingar tengdri efnaskiptum líkamans. Ef litið er á málið frá sjónarhorni þess að þeir hæfustu lifi af kemur kannski ekki mikið á óvart að þeir sem þola áfengi betur séu líklegri til að lifa af.