Cecil_the_lion_at_Hwange_National_Park_(4516560206)

Ljónið Cecil þekkja líklega allir eftir að fréttir bárust um að hann hafi verið drepinn ólöglega af bandaríska tannlækninum Walter Palmer. Flestir geta sammælst um það að dauði Cecil var hrottalegur en sérfræðingar vilja þrátt fyrir það ekki banna veiðar á villtum dýrum.

Veiðar sem þessar er skiljanlega mjög umdeilda enda virðist það að drepa dýr ekki samræmast því að vernda þau. Staðreyndin er þó sú að í gegnum tíðina hafa veiðar verið ein áhrifaríkasta leiðin til að fjármagna verndur villtra dýrastofna sem er gríðarlega kostnaðarsöm.

Meðal þeirra sem er á móti því að banna veiðar er Brent Stapelkamp, rannsóknarmaður fyrir Wildlife Conservation Research Unit Oxford háskóla. Stapelkamp var sá sem komst að því ljónið Cecil hafði verið drepið en hann hafði fylgst náið með Cecil í níu ár.

Stapelkamp segir í samtali við BBC að persónulega vilji hann ekki að veiðimenn skjóti ljón en vill þó ekki að veiðar séu bannaðar. Hann segir veiðar sem þessar vera mikilvægan þátt í verndun villtra dýra. Þeim þarf þó að stjórna með veiðikvóta og lykilatriði er að fjármagnið skili sér í rekstur þjóðgarða og annarra verndarsvæða.

Ólöglegar veiðar, líkt og í tilfelli Cecil, eru aftur á móti annað mál og segir Trevor Lane frá Bahejane Trust að mun meiri hætta sé á að veiðiþjófnaður hafi slæmar afleiðingar á verndun dýra en löglegar veiðar. Hann bendir einnig á að ef veiðar væru bannaðar er næsta víst að veiðiþjófnaður myndi aukast í kjölfarið.

Reynslan hefur einmitt sýnt að bann á veiðum hefur ekki tilskilin áhrif. Þvert á móti hafa tengsl fundist á milli veiðibanna í Kenía (1977 til dagsins í dag), Tansaníu (1973-1978) og Zambíu (2000-2003) og hraðari fækkun villtra dýra.

Lane segir að þó mörgum þyki veiðar vera ómannúðlegar þurfi fólk að vera raunsætt. Enn sem komið er höfum við ekki betri úrræði til að fjármagna vernd þeirra svæða sem þarfnast þess, ef svo væri væru þær aðferðir nýttar nú þegar.

Það er því í mörg horn að líta þegar verndun villtra dýra er annars vegar og málin eru sjaldnast eins svart-hvít og þau kunna að virðast í fyrstu.

Dauði Cecil hefur vakið athygli á veiðum almennt og opnað á umræðuna um lögmæti þeirra. Bjartsýni ríkir um það að í kjölfarið gefist tækifæri til þess að þrengja reglur og hegna þeim brjóta lög. Það er þó mikilvægt að almenningur einblíni ekki á veiðarnar sem slíkar enda segja þær ekki alla söguna.