Mynd: Paul Lynch/National Geographic
Mynd: Paul Lynch/National Geographic

Samkvæmt nýbirtri rannsókn eru ljón í Afríku (Panthera leo) í mikilli hættu vegna ágangs manna. Fjöldi ljóna hríðfellur utan verndarsvæða og er áæltað að ljónum í heimsálfunni muni fækka um allt að helming á næstu 20 árum.

Höfundar greinarinnar, sem birt var í Proceedings of the National Academy of Sciences, telja að tími sé til kominn að tegundin verð sett á lista yfir dýr í útrýmingarhættu í Mið- og Vestur-Afríku. Eins og staðan er í dag eru þau í flokkuð sem viðkvæm tegund hjá IUCN.

Rannsóknarniðurstöðurnar voru byggðar á gögnum úr 47 stofnum ljóna víðs vegar um heimsálfuna sem telja yfir 8.200 ljón og voru niðurstöðurnar heldur ógnvænlegar. Rannsóknarhópurinn telur að 67% líkur séu á því að ljónum í Mið- og Vestur-Afríku komi til með að fækka um helming á næstu 20 árum en 37% líkur á því að það sama hendi ljón í Austur-Afríku.

Nú þegar eru mörg verndarsvæði til staðar í Afríku og eru ljónastofnar á þeim svæðum nokkuð vel settir. Þeim löndum sem hefur gengið hvað best að vernda ljónastofna sína eru Botswana, Namibía, Suður-Afríka og Zimbabwe en því miður er ekki sömu sögu að segja um lönd norðar í heimsálfunni. Ljónum utan verndarsvæða hefur á síðustu áratugum tekið að fækka hratt og hefur slík fækkun ekki einungis áhrif á tegundina sjálfa heldur líka vistkerfið í heild sinni.

Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um áhrif rándýra á vistkerfi sitt mælum við með myndbandinu hér að neðan: