naked-molerat-inline

Nöktu moldvörpurottunni (Heterocephalus glaber) hefur gjarnan verið lýst sem einu ljótasta spendýri Jarðar en þrátt fyrir óheppilegt útlit er tegundin um margt merkileg. Moldvörpurotturnar eru til dæmis mjög langlífar, fá ekki krabbamein og geta lifað án súrefnis í allt að 18 mínútur. Nú vita vísindamenn meira um það af hverju þessi merkilegu dýr geta lifað svo lengi án súrefnis.

Leyndamálið tengist því hvernig moldvörpurotturnar nýts orkubyrgðir sýnar. Einn aðal orkugjafi spendýra er glúkósi en þegar súrefni er af skornum skammti nýta moldvörpurotturnar frúktósa, sykru sem plöntur nota og þarfnast ekki súrefnis til að umbreyta í orku.

Það var líffræðingurinn Thomas Park við Háskólann í Chicago sem komst að þessu í tilraunum sínum á nöktum moldvörpurottum. Í andrúmslofti okkar er að finna 21% súrefni. Park prófaði að setja dýrinn í klefa með 5% súrefni og hafði það engin áhrif. Næst voru dýrin sett í klefa með engu súrefni. Við þessar aðstæður lækkaði hjartsláttartíðni dýranna úr um 200 slögum á mínútu í 35-40 slög á mínútu, auk þessi hægðu þær mikið á öndunardrætti sínum og hættu að hreyfa sig. Þegar hér var komið við sögu losuðu dýrin frúktósa í blóðrásina svo ensími í hjarta þeirra og heila gætu umbreytt frúktósanum í orku og haldi dýrunum á lífi. Þegar dýrin voru síðan aftur sett í súrefnisríkt umhverfi vöknuðu þær upp og héldu lífi sínu áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Ekki er enn vitað hvernig nöktu moldvörpurotturnar fara að því að nýta frúktósan á þennan hátt en Park segir að með því að komast að því gæti verið mögulegt að finna leiðir fyrir mannfólk að lifa tímabundið í súrefnissnauðu umhverfi.