Mynd: Sweet dreams
Mynd: Sweet dreams

Nasa birti nú á dögunum þetta magnaða myndband af sólinni. Myndbandið er rúmar 30 mínútur en það er algjörlega tímans virði því þetta er stórbrotið.

Verkefnið Solar Dynamics Observatory var sett af stað árið 2010. Síðan þá hafa vísindamenn NASA tekið myndir af sólinni á 12 sekúndna fresti. Myndirnar eru teknar á 10 mismunandi bylgjulengdum sem hver og ein hefur sinn lit. Þegar heilmikil vinna hefur verið lögð í að vinna myndirnar verður útkoman það sem sýnt er í myndbandinu hér að neðan.