son-doong-cave

Í Víetnam er að finna stærsta helli heims. Hellirinn nefnist Hang Son Doong og er merkilegur fyrir þær sakir að í honum þrífst heill regnskógur.

Hellirinn fannst árið 1991 en var ekki rannsakaður fyrr en árið 2009 og er stærsta hvelfing hans 5 km löng, 200 metra há og 150 metra breið. Í honum er einnig að finna stærstu dropasteinskerti (e. stalagmite) í heimi, sem eru allt að 70 metra háir.

Kínverski ljósmyndarinn Ryan Deboodt myndaði hellinn nýlega með dróna með áfastri GoPro myndavél og má sjá myndband hans af þessum ótrúlega helli hér að neðan.