201503

Þó það gæti verið erfitt fyrir okkur hér í vetrinum sem virðist engan endi ætla að taka að trúa því að hitastig í heiminum fari hækkandi þá er það raunin. Marsmánuður mældist sá heitasti á heimsmælikvarða síðan mælingar hófust, samkvæmt skýrslu frá bandarísku hafrannsóknarstofnunni (NOAA). Meðalhitinn mældist 0,85°C og hefur ekki mælst hærri síðan mælingar hófust árið 1800. Metið átti árið 2010 áður en þá mældist meðalhitinn 0.80°C.

Það er þó ekki einungis mars sem hefur slegið hitamet upp á síðkastið en sjö af síðust ellefu mánuðum hafa annað hvort jafnað eða slegið fyrri hitamet. Þetta eru mánuðirnir maí, júní, ágúst, september, október, desember í fyrra og nú síðast mars eins og áður var tekið fram.

NOAA spáir því í skýrslunni að hitastig muni halda áfram að hækka á árinu og komi til með að slá hitamet ársins 2014, meðal annars vegna El Niño. Hér að neðan má sjá kort frá NOAA þar sem meðalhitastig heimsins í mars eru útskýrð. Litirnir tákna það hvort hitastig hafi mælst hærra eða lægra en áður.

ciimate-red