penguins

Samkvæmt nýrri rannsókn eru mörgæsir ekki með viðtaka fyrir nema tveimur af fimm brögðum. Flest önnur dýr, eins og maðurinn til dæmis, finna salt, súrt, beiskt, sætt og umami bragð. Nú hefur rannsóknarhópur við háskólann við Michigan sýnt fram á að mörgæsir hafa einungis viðtaka fyrir salt og súrt. Það er ekki nema von að þær gleypi matinn sinn.

Þau Huabin Zhao, Jianwen Li og Jianzhi Zhang við háskólann við Michigan raðgreindu nokkrar tegundir fugla í því skyni að skilgreina þróunarsöguna á bak við genin sem kóða fyrir bragðlaukunum. Flestir fuglar hafa þegar misst skynjarann fyrir sætt bragð og hluti rannsóknarinnar miðaði að því að skilgreina hvenær í þróunarsögunni sá viðtaki tapaðist. Keisara- og Adelie mörgæsirnar slógu öllum fuglum út, með aðeins tvo virka bragðlauka

Líklega hafa mörgæsirnar tapað hinum þremur skynjurunum fyrir langa löngu, en hvers vegna? Rannsóknarhópurinn sem vann að þessari rannsókn telur líklegt að mörgæsirnar hafi ekki haft mikil not fyrir skynjarana í svona miklum kulda því prótínið Trpm5, sem er nauðsynlegt til að skynja sætt, beiskt og umami bragð, virkar ekki mjög vel við lágt hitastig.

IFLscience fjallar um málið hér