Mynd: Visit Vatnajökull
Mynd: Visit Vatnajökull

Samkvæmt niðurstöðum skoðunarkönnunar Gallup fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands telur meirihluti þátttakenda að mikil þörf sé á því að stjórnvöld grípi til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegundar.

Fram kemur á vefsíðu Náttúruvernasamtaka í Íslands að 67,4% svarenda telji mikla þörf á því að stjórnvöld grípi til aðgerða, 12,4% telji þörfina vera litla en 20% tóku ekki afstöðu. Munur á milli hópa virðist helst liggja í stuðningi við stjórnmálaflokka og telja þeir sem styðja ríkissjórnina síður að grípa þurfi til aðgerða en aðrir. Meirihluti fylgjenda allra stjórnmálaflokka telur þó að mikil þörf sé á aðgerðum.

Stjórnvöld á Íslandi hyggjast taka þátt í sameiginlegum markmiðum Evrópusambandsins til ársins 2030 sem felast í 40% samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda. Óljóst er þó hver stefna stjórnvalda á tímabilinu verður að öðru leiti. Mikilvægt er að stjórnvöld hugi að aðgerðum sem allra fyrst enda er lykilatriði að þjóðir heimsins sýni samtöðu til að draga úr fyrirhuguðum áhrifum loftslagsbreytinga.