Mynd: News.com.au
Mynd: News.com.au

Bellandur vatn í Bangalore á Indlandi er afskaplega sorglegt dæmi um þá mengun sem mennirnir standa að á jörðinni. Vatnið er svo fullt af eiturefnum að í því hafa safnast upp ammóníak og fosfat sambönd, á sama tíma er vatnið súrefnissnautt. Öðru hvoru kviknar í vatninu vegna þess hversu mengað vatnið er. Eldurirnn kviknar í froðulagi sem eiturefni hafa myndað ofan á vatninu. Froðan er nokkuð þykkt lag sem liggur yfir vatninu og gefur vatnsfarveginum fallega mynd eins og um nýfallin snjó sé að ræða, eins og sést á myndinni hér að ofan. Því miður er það þó ekki svo.

Ástæða mengunarinnar er áratuga hefð fyrir notkun á vatninu sem ruslakistu. Í vatnið fara alls kyns eiturefni og að auki er skólp leitt útí vatnið á nokkrum stöðum í borginni. Þegar rignir flæðir vatnið yfir bakka sína og uppá götur borgarinnar, það hefur þar einnig áhrif á líf íbúanna sem þurfa þá að þola fnykinn sem gýs upp svo ekki sé minnst á hættuna sem fylgir því að komast í snertingu við svona eitruð efni.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig kviknar í froðunni sem flýtur á vatninu. Við vonum að þetta sé bara eitt af örfáum dæmum um slíka mengun á jörðinni.

Heimild:
IFLScience og News.com.au