Screen Shot 2015-07-02 at 18.48.22

Þann 1. júlí fór af stað ljósmyndaleikurinn Mitt framlag. Leikurinn er samvinna Evrópustofu, Umhverfisstofnunar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Reykjavíkurborgar, Franska sendiráðsins, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur Evrópu og Kapals.

Leiknum er ætlað að vekja athygli á baráttunni gegn loftslagsbreytingum á einfaldan og skemmtilegan hátt. Einfalt er að taka þátt í leiknum en til þess þarf aðeins að taka mynd af hverju því sem við kemur loftslagsbreytingum, merkja myndina með #MittFramlag og deila á Instagram, Twitter eða Facebook.

Verðlaunin eru ekki af verri endanum en aðalvinningurinn er hvorki meira né minna en ferð til Parísar fyrir tvo og reiðhjól frá Erninum.

Nánari upplýsingar um leikinn má finna á vefsíðunni MittFramlag.is og á Facebook.