Mynd: Bonnie plants
Mynd: Bonnie plants

Í tilefni af alþjóðlegu ári jarðvegs, 2015, hefur örfyrirlestraröðin Alþjóðlegt ár jarðvegs verið í gangi. Nú fer henni brátt að ljúka og hefur lokaviðburðurinn tiltilinn Mold og Mannmergð.

Örfyrirlestraröðinni hefur verið ætlað að vekja athygli á moldinni, moldin er ekki bara mikilvægt vistkerfi fyrir plöntur og dýr heldur gegnir hún einnig stóru hlutverki við bindingu gróðurhúsalofttegunda og einnig ýmissa næringaefna. Moldin og mikilvægi hennar hefur svolítið týnst í nútímasamfélagi en nú í síðasta örfyrirlestrinum er sjónum einmitt beint að því hvernig þetta tvennt fer saman, moldin og nútíma borgarsamfélag.

Dagskráin sem haldin verður á Kaffi Loka á Skólavörðuholti, verður milli 12 og 13 miðvikudaginn 4. nóvember. Fyrst munu forsvarsmenn Landbúnaðarháskólans, Umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar sem og Svæðisskipulags Reykjavíkurborgar, halda stutt erindi en svo verður einnig opnað fyrir spurningar og umræður um hvernig við getum reynt að samþætta þessi málefni. Hægt er að lesa sér nánar til um dagskránna hér

Tilvalin leið til að eyða hádeginu sínu á miðvikudaginn og næra þannig bæði líkamann og hugann.